Virðisaukaskattur

Virðisaukaskattur

Virðisaukaskattur er veltuskattur og sjá fyrirtæki um innheimtu virðisaukaskatts fyrir hönd ríkissjóðs. Virðisaukaskattur til greiðslu er munurinn á innskatti af þeim kostnaði sem verður til við að afla tekna og á útskatti á tekjunum. Flókið?

Hvað er virðisaukaskattur?

  • Innskattur er virðisaukaskattur af þeim kostnaði sem við greiðum til að afla tekna.
  • Útskattur er virðisaukaskattsprósentan sem leggst ofan á sölu.
  • Virðisaukaskattur = útskattur – innskattur
  • Skattþrep virðisaukaskatts eru tvö, 24% og 11%.

Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk sem býr yfir þekkingu á virðisaukaskatti og öllum kúnstum hans.

Velta undanþegin virðisaukaskatti

Ekki er öll velta virðisaukaskattskyld. Samkvæmt 12 gr. laga um virðisaukaskatt 50/1988 má finna hvaða velta er undanþegin og í 2. grein sömu laga er fjallað um starfsemi sem er undanþegin virðisaukaskatti.
Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk sem býr yfir þekkingu á virðisaukaskatti og öllum kúnstum hans.

Virðisaukaskattskil

Uppgjör virðisaukaskatts eru gerð á tveggja mánaða fresti fyrir tvo mánuði í senn, hjá þeim rekstraraðilum sem hafa meira en 4 milljónir í ársveltu. Virðisaukaskattstímabilin eru janúar/febrúar, mars/apríl, maí/júní, júlí/ágúst, september/október og nóvember/desember.
Hjá þeim rekstraraðilum sem eru með lægri ársveltu en 4 milljónir er virðisaukaskattsuppgjörið eitt ár og er eindagi þess 5. febrúar fyrir árið á undan.

Þinn virðisaukaskattur

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.
Við hjá Fastland komum þér á réttan kjöl.