Silja

Silja Dögg Ósvaldsdóttir

Framkvæmdarstjóri - viðskiptafræðingur

Góðhjartaða Silja veit allt um rekstur allra viðskiptavina Fastlands og er hjartað í rekstri okkar. Með yfir 30 ára reynslu af rekstri fyrirtækja, bókhaldi, uppgjörum og skattamálum. Silja talar um rekstur og fjármál á mannamáli þannig að þú skiljir hvað við getum gert fyrir þig og fáir sem mest út úr þínum rekstri.
silja@fastland.is

Hildur

Hildur Eva Valgeirsdóttir

Viðskiptastjóri - Viðskiptafræðingur með Macc. í reikningshaldi og endurskoðun og viðurkenndur bókari.

Hildur er ofvirk og á það til að fylla dagskrána sína umfram tíma í sólarhringnum en það virðist ekki koma að sök. Hún er með ríka réttlætiskennd og lætur þig óhikað vita ef eitthvað má betur fara. Grefur sig ofan í þinn rekstur og aðstoðar við hagræðingu í rekstri félagsins. Hún sinnir ársreikningum og framtölum ásamt fjármálaráðgjöf.
hildur@fastland.is

Ásdís Clausen

Viðskiptastjóri - Viðskiptafræðingur með Macc. í reikningshaldi og endurskoðun

Skíðadrottningin og göngugarpurinn Ásdís er þaulvön öllum rekstri og hefur gríðarlega mikla þekkingu á bókhaldi og uppgjörum. Hún er nákvæm og réttsýn þegar kemur að regluverki skattamála og sinnir þínu félagi af alúð. Sinnir ársreikningum og framtölum og almennri rekstrarráðgjöf.
asdisclausen@fastland.is

Anna M. Kristjánsdóttir

Verkefnastjóri - Viðurkenndur bókari

Fiskurinn Anna syndir með straumnum. Hún er ákveðin, nákvæm og samviskusöm. Reynslumikill bókari sem er fljót að setja sig inn í þín mál og finna þeim farveg hjá okkur. Snillingur í rafrænum ferlum. Þekkir kvikmyndageirann vel. Hún sinnir stærri verkefnum hjá okkur. Sinnir einnig grunnvinnu í ársreikningagerð.
anna@fastland.is

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri - Viðskiptafræðingur

Húmoristinn okkar sem er alltaf til í sprell. Vön öllum hliðum bókhalds og með mikla reynslu. Snillingur í rafrænum ferlum og fljót að sjá hvað betur má fara í þínum rekstri. Sinnir einnig grunnvinnu í ársreikningagerð.
gudbjorg@fastland.is

Angela Ingibjörg Coppola

Deildastjóri launa - Viðskiptafræðingur

Töffarinn okkar og dugnaðarforkur. Hér færðu eftirfylgni og skipulag á öllu sem lítur að launum og útreikningi. Samviskusöm og útsjónarsöm á regluverki launamála og finnur bestu leiðina í gegn um skattafrumskóginn.
angela@fastland.is
laun@fastland.is

Lára Björk Curtis

Bókari - Launavinnsla - Viðurkenndur bókari

Gleðisprengjan í skvísuhópnum. Hér erum við að tala um þema skipulag í hverjum mánuði og alltaf stuð í kringum hana. Heldur okkur hinum iðulega í góðu stuði. Flottur bókari sem sinnir þínum rekstri af alúð.
lara@fastland.is

Bára Jónsdóttir

Launafulltrúi

Ljúf, róleg, hress og kát. Hérna færðu allt fyrir peninginn. Áralöng reynsla af launaútreikningi og kjarasamningum.
bara@fastland.is

Guðlaug R. Skúladóttir

Bókari

Gulla gullmoli – hún er rokkari inni við beinið og ávallt hress og kát. Áratuga reynsla og þekking á bókhaldi frá A-Ö.
gulla@fastland.is

Lilja G. Torfadóttir

Skrifstofustjóri - Bókari - Reikningagerð

Skipulagsfrík og heldur aga á okkur hinum. Hún passar vel upp á þínar tekjur.
lilja@fastland.is

Jakob Freyr Kolbeinsson

Bókari - Viðskiptafræðingur

Jákvæði Jakob er eini strákurinn okkar eins og er og fær því sérstaka meðhöndlun hér innanhúss. Einstaklega reiðubúinn til að aðstoða þig og afla sér aukinnar þekkingar á þínum rekstri. Hann kom til okkar úr ferðageiranum og þekkir þannig rekstur vel sem og annan.
jakob@fastland.is

Sigrún Linda Baldursdóttir

Bókari - Reikningargerð - Viðskiptafræðingur

Hógvær lítil skvísa sem hefur blómstrað hjá okkur. Er mjög fljót að læra og er iðinn bókari. Snillingur í afstemmingum og rafrænum ferlum. Fljót að tileinka sér nýjungar í vinnslu bókhalds og kennir okkur hinum. Hún sér líka til þess að hér sé fullt hús matar.
sigrunlinda@fastland.is

Ágústa Harðardóttir

Bókari

Ágústa er mikill ljúflingur og yndi og sinnir sínum verkefnum af mikilli samviskusemi. Við getum fullyrt að þú ert í góðum höndum hjá henni.
agusta@fastland.is

Úlfhildur Sigursveinsdóttir

Bókari - Viðurkenndurbókari

Ofvirka Úlla er snillingur og mikil gleðisprengja. Hefur mjög góða þekkingu á bókhaldi og rekstri og er klár í að hámarka nýtingu á tíma í bókhaldi og láta bókhaldið vinna fyrir þig.
ulfhildur@fastland.is

Inga Hrönn

Bókari - Viðskiptafræðingur

Ofvirk skvísa sem leggur sig alla fram við að gera bókhaldið þitt skilvirkt og afstemmt. Hefur mikinn áhuga á lagalegu hlið rekstrarins og rafrænum ferlum.
inga@fastland.is

Ingunn Bjarnason

Bókari - Viðskiptafræðingur

Hláturkassinn Ingunn er hress og kát skvísa sem sinnir öllum verkefnum af samviskusemi. Fljót að tileinka sér nýjungar í bókhaldi og vinnubrögðum. Gerir allt svo þú fáir sem mest út úr okkar vinnu.
ingunn@fastland.is

Eva Björk Jóhannesdóttir

Einkaþjálfari - Matráður / Le chef

Orkusprengjan Eva lætur okkur öllum líða vel og matreiðir fyrir okkur krásir á hverjum degi. Passar upp á að okkur líði vel í vinnunni og hér sé hreint og fínt.