Greiðsluþjónusta

Greiðsluþjónusta

Greiðsluþjónusta, að greiða reikninga og gjöld á réttum tíma skiptir miklu máli í daglegum rekstri fyrirtækja. Þegar mikið er að gera við að afla tekna fyrir reksturinn getur gerst að það farist fyrir að fara inn á netbankann og greiða með tilheyrandi kostnaði. Þar getum við orðið að liði og haldið utan um allar greiðslur.

Við hjá Fastlandi getum séð um greiðslur fyrir þig, ýmist á öllum reikningum eða bara á föstum liðum eins og greiðslum til RSK, skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga sem mjög kostnaðarsamt er að gleyma sem og greiðslu launa.

Úthýsing á greiðsluþjónustu getur hentað bæði stærri og smærri rekstraraðilum – við sníðum þjónustuna að þínum þörfum.

Vantar þig greiðsluþjónustu?

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.