Bókhaldsþjónusta Fastlands

Þjónusta

Við hjá Fastland bjóðum uppá alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga sem eru í hvers konar atvinnurekstri eða verktakastarfsemi.

Hjá Fastlandi hefur þú fast land undir fótum. Þú getur treyst okkur fyrir viðkvæmum gögnum í þínum rekstri og við gætum fyllsta trúnaðar við alla meðhöndlun fyrir hönd okkar viðskiptavina. Við viljum vera með þér í þessu, við viljum við eiga samvinnu og samtal sem veitir þér frelsi til að sinna þínum hugðarefnum í rekstrinum og þú treystir okkur til þess að gera það sem við gerum best, halda utan um bókhaldið þitt.

Bókhaldsþjónusta eins og við veitum hana snýst alls ekki bara um tölur. Okkur er umhugað um að þinn rekstur gangi vel og að þú getir varið þínum tíma í þá þætti rekstursins sem þér eru hugleiknir. Þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegu öryggi, meðan þú ert viðskiptavinur hjá okkur þá sjáum við um bókhaldið og að öllu sé skilað tímanlega, þar sem standa þarf skil á, hjá opinberum aðilum.

Hjá okkur hefur þú fast land undir fótum.

Fjölbreytt bókhaldsþjónusta

Aðkeypt bókhaldsþjónusta

Þú getur verið laus við allt vesenið, með því að kaupa bókhaldsþjónustuna frá okkur hjá Fastlandi. Það verður sífellt algengara að fyrirtæki úthýsi bókhaldi úr rekstrinum hjá sér og kaupi bókhaldsþjónustu af sérhæfðum bókhaldsfyrirtækjum eins og við erum. Samtals búa starfsmennirnir okkar yfir meira en 100 ára reynslu af bókhaldsþjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Við hjá Fastland leggjum metnað okkar og alúð í að mæta þínum þörfum fyrir bókhaldsþjónustu.
Við setjumst niður með þér og förum yfir hvaða þjónustu þú getur nýtt þér, miðað við þann rekstur sem þú ert í og umfangið á honum.

Bókhaldsþjónusta fyrir þig ?

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.