Um okkur hjá Fastlandi

Um okkur

Hjá okkur starfar fagfólk með mikla reynslu bæði úr atvinnulífinu sem og reikningshaldi. Við höfum frá upphafi lagt mikinn metnað í að þjóna okkar viðskiptavinum af umhyggju og reynt að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers og eins. Þannig stillum við saman strengi sem nýtast þínu fyrirtæki svo það geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Hjá okkur færðu ráðgjöf á mannamáli þar sem við leggjum mikla áherslu á að þú skiljir hvað það er sem við getum gert fyrir þig. Þetta þarf ekki að vera flókið – bara skemmtilegt, því ótrúlegt en satt þá höfum við gaman af tölum og skattapælingum. Við erum bara pínu skrítin!

Við veitum persónulega þjónustu, sýnum viðskiptavinum okkar umhyggju og virðingu því okkar stolt er að þér gangi vel.

Fastland ehf var stofnað í mars 2009 og hefur síðan þá vaxið og dafnað frá einum starfsmanni í þrettán.

Við hugsum af alúð um viðskiptavini okkar svo þeir geti áhyggjulausir hugsað um það sem þeir gera best.

Fáðu okkur í lið með þér

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.