Hafa samband við Fastland Bókhald &
rekstrarráðgjöf
Með fast land undir fótum
Bókhald gert einfalt Við sjáum um bókhaldið og þú einbeitir þér að því sem þú gerir best

Hver erum við?

Fastland er framsækið bókhaldsfyrirtæki sem sérhæfir sig í öllum hliðum fjármála
fyrir atvinnurekstur.
Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og upplýsingagjöf til að styðja þig við þinn atvinnurekstur. Við gerum það sem við erum góð í og þú sinnir þínum hugðarefnum.

Áreiðanleiki

Hjá Fastlandi getur þú treyst því að þín mál séu í góðum höndum starfsfólks með áralanga reynslu af öllum hliðum bókhalds. Við pössum upp á að standa við alla skilafresti hjá opinberum aðilum svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því. Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólk okkar sé með þín mál á hreinu og gæti þinna hagsmuna í hvívetna.

Okkar gildi

Við hugsum af alúð um viðskiptavini okkar svo þeir geti áhyggjulausir hugsað um það sem þeir gera best

Þinn rekstur

Hjá okkur starfa tveir viðskiptastjórar sem hafa yfirumsjón með öllum viðskiptavinum okkar. Með þeim starfa sitthvor verkefnastjórinn ásamt teymi bókara. Reksturinn þinn verður því aldrei eftirlitslaus þar sem það er alltaf einhver innan teymisins sem þekkir þinn rekstur.
Einnig eru hjá okkur tvær deildir – Reikningadeild sem sér um útgáfu reikninga fyrir alla rekstraraðila hjá okkur og svo launadeild sem sér um útreikning og launavinnslu allra aðila í þjónustu hjá Fastland.

Hvernig getum við hjálpað þér?

Bókhald er sá þáttur í rekstri sem er einna mikilvægastur og hjá Fastlandi finnur þú fjöldann allan af fagmanneskjum sem eru reiðubúnar að veita þér persónulega bókhaldsþjónustu, sem tryggir þér öryggi í rekstri og þú getur fullur sjálfstraust einbeitt þér að þeim þáttum rekstrarins sem þú hefur ástríðu fyrir.

Skoða nánar

Til þess að þú fáir greitt frá þínum viðskiptavinum er grundvallaratriði að senda þeim reikning fyrir þeirri vöru eða þjónustu sem þú hefur veitt þeim. Fyrir þinn rekstur er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir viðskiptavinina, hverjum er búið að senda hvaða reikning, hvaða reikningar eru greiddir og hvort einhverjir útistandandi reikningar séu ógreiddir.

Skoða nánar

Skilagreinum virðisaukaskatts er skilað rafrænt beint úr bókhaldskerfinu. Það kemur í veg fyrir villur í skilum og minnkar afstemmingarvinnu. Krafa stofnast í netbanka félagsins um leið og skil hafa átt sér stað.

Skoða nánar

Við vinnum ársreikning upp úr bókhaldi fyrirtækisins og skattframtalið í framhaldi af því. Tökum einnig að okkur persónuframtöl. Framtöl eru send rafrænt til skattstofa. Ef fyrirtæki þarfnast endurskoðunar, þá vinnum við bókhaldið upp í hendurnar á endurskoðandanum og takmörkum þannig vinnu hjá viðkomandi sem skilar sér í minni endurskoðunarkostnaði en oft vill verða.

Skoða nánar

Fyrir þá lögaðila sem standa fyrir atvinnurekstri er mikilvægt að skila skattframtali, ekki hvað síst ef þú ert líka launagreiðandi. Við vinnum framtalsgerðina fyrir þig, þú þarft bara að sjá til þess að koma til okkar framtalsgögnum.

Skoða nánar

Að greiða reikninga og gjöld á réttum tíma skiptir miklu máli í daglegum rekstri fyrirtækja. Þegar mikið er að gera við að afla tekna fyrir reksturinn getur gerst að það farist fyrir að fara inn á netbankann og greiða með tilheyrandi kostnaði. Þar getum við orðið að liði og haldið utan um allar greiðslur.

Skoða nánar

Úthýsing á launavinnslu og launagreiðslum er sífellt að aukast. Við getum séð um allt sem viðkemur launamálum, s.s. útreikning launa, útsendingu launaseðla, greiðslu launa og orlofs og útsendingu launamiða/verktakamiða í lok hvers launaárs. Einnig getum við haldið utan um orlofstöku starfsmanna, veikindadaga og önnur mál tengd starfsmannahaldi.

Skoða nánar

Að stofna fyrirtæki er einfalt ferli á Íslandi, þó ber að hafa í huga að velja rétt rekstrarform sem hentar starfseminni sem þú ætlar að hafa. Þar getur skipt máli hvaða lög, reglugerðir og rekstrarleyfi þarf að uppfylla og það getur haft áhrif á hvaða rekstrarform er valið.

Skoða nánar

Fastland hefur hafið samstarf við Birtu endurskoðun slf og bíður því nú upp á fulla endurskoðun fyrir þau fyrirtæki sem þess óska eða þurfa.

Skoða nánar

Alltaf eitthvað skemmtilegt í Fastlandi

Hér er mikið af hæfileikafólki þegar kemur að hinum ýmsu flötum lífsins. Hér skellir einhver reglulega í köku eða brauð og bakar fyrir okkur hin – öllum til mikillar ánægju.

Svo erum við flest liðtæk á badmintonvellinum og skellum okkur öll saman í hverri viku í tíma hjá TBR.

Fastland hefur hafið samstarf við Birtu endurskoðun slf og bíður því nú upp á fulla endurskoðun fyrir þau fyrirtæki sem þess óska eða þurfa.

Hjá Fastlandi er alltaf mikið að gera og við elskum tölur

10.000+

Verkefni kláruð

800+

Ánægðir viðskiptavinir

250+

Ára samanlögð reynsla

17

Starfsmenn

Fastland til fyrirmyndar

Um okkur hjá Fastlandi

Afhverju Fastland?

Sparar þér tíma

Við vinnum hratt en örugglega og erum öllum hnútum kunnug þegar kemur að bókhaldi. Við fylgjumst vel með breytingum í samfélaginu og kynnum okkur þær svo þú þurfir ekki að stressa þig á því.

Persónuleg þjónusta

Hjá okkur hefur þú einn fastan tengilið sem er vel inni í öllum þínum málum. Bein samskipti eru best og því getur þú ávallt náð í þinn bókara þegar þig vantar upplýsingar.

Mannamál

Við tölum mannamál. Við leggjum mikið upp úr því að útskýra fyrir þér hvernig þetta virkar allt saman og gerum okkur grein fyrir því að lög og reglur varðandi bókhald og uppgjör eru ekki alltaf á mannamáli og þar komum við sterk inn.

Skil á réttum tíma

Við leggjum allan okkar metnað í að skila öllu fyrir þig á réttum tíma og sjáum þannig um að þú sért í góðum málum varðandi gagnaskil til opinberra aðila og annarra stofnana. Það veltur að sjálfsögðu á því að þú skilir þínum gögnum til okkar fyrst en við hjálpumst að með það.