Bókhald

Bókhald

Ertu einn af þeim sem finnst bókhald ekki skemmtilegt? Láttu okkur þá bara sjá um það fyrir þig. Ef þú vilt úthýsa bókhaldinu fyrir þinn rekstur þá er ekkert sjálfsagðara en að við tökum það að okkur fyrir þig. Okkur þykir bókhald nefnilega skemmtilegt, það er það sem við erum góð í. Við hjá Fastlandi rúllum bókhaldinu upp fyrir þig.

Bókhald er sá þáttur í rekstri sem er einna mikilvægastur og hjá Fastlandi finnur þú fjöldann allan af fagmanneskjum sem eru reiðubúnar að veita þér persónulega bókhaldsþjónustu, sem tryggir þér öryggi í rekstri og þú getur fullur sjálfstraust einbeitt þér að þeim þáttum rekstrarins sem þú hefur ástríðu fyrir.

Hjá Fastlandi leggjum við upp með samtal og komumst að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða þætti bókhaldsins við vinnum fyrir þig og hvaða hlutar þess eru áfram í þínum höndum. Fyrir okkar viðskiptavini gætum við að sjálfsögðu fyllsta trúnaðar um hvað það sem við verðum áskynja í rekstrinum. Þú getur treyst því að við berum þinn hag fyrir brjósti og við viljum efla þig til þess að þú getir áfram rekið þitt blómlega bú, burtséð frá því í hvaða atvinnugreinum þú haslar þér völl.

Við förum yfir með þér hvað hentar að við gerum fyrir þig og hvað þú vilt halda áfram að gera á eigin forsendum.

Úthýst bókhald

Ef umfangið á bókhaldinu á þínum rekstri er þannig að þú þarft alltaf að setja þig í stellingar og rifja upp hvernig á að gera þetta, er þá ekki kominn tími til að fá fagfólk í bókhaldið og úthýsa því?
Við förum yfir það með þér hvað hentar að við gerum fyrir þig og hvað þú heldur áfram að gera á eigin forsendum.
Ársreikningar, laun og skilagreinar, reikningagerð, skattframtöl og virðisaukaskattur eru hlutar af bókhaldi sem auðveldlega má úthýsa. Þú sparar bæði peninga og tíma sem þú getur nýtt í að einbeita þér að skemmtilegri hlutum í þínum rekstri.

Bókhald eins og þú þarft

Þú þekkir best þinn rekstur, hvað þú gerir best. Leyfðu okkur að skína í því sem við erum best í og það er bókhaldið þitt.

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.