
Ársreikningar og Skattframtöl
Ársreikningurinn er upplýsingaskjal sem gefur vísbendingar um gengi rekstursins þíns frá ári til árs. Í ársreikningnum er að finna lykiltölur í rekstrinum og sýnd er þróun þeirra milli ára, svo þú hefur yfirsýn, gengur betur eða verr í ár?
Í ársreikningnum er að finna upplýsingar um hlutverk og skyldur uppgjörsaðila. Uppgjörsaðili getur verið löggiltur endurskoðandi, skoðunarmaður eða annar aðili sem sér um að útbúa ársreikningsskjalið. Ársreikningurinn inniheldur einnig rekstrarreikning (tekjur og gjöld), efnahagsreikning (eignir og skuldir), sjóðsstreymi, skýringar og sundurliðanir.
Öll félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru skyldug til að skila endurskoðuðum ársreikningi frá löggildum endurskoðanda.
Endurskoðun ársreiknings
Öll félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru skyldug til að skila endurskoðuðum ársreikningi frá löggildum endurskoðanda.
Skilyrði fyrir endurskoðun ársreikninga hjá löggildum endurskoðanda eru þrjú og þurfa lögaðilar að uppfylla tvö þeirra. Þetta eru:
- Ársvelta fari yfir 480 milljónir á árinu
- Eignir séu umfram 50 milljónir
- Reksturinn feli í sér 50 ársverk
Það eru einungis stærstu félögin á Íslandi sem uppfylla þessi skilyrði. Aðrir lögaðilar eru ekki endurskoðunarskyldir og er því heimilt að gera sjálfir sín skattskil og skila ársreikningi. Algengast er að fá fagaðila eins og Fastland til þess að halda utan um alla þessa þræði.
Ársreikningur
Þarft þú að skila ársreikningi til skattsins? Einkahlutafélög (ehf), hlutafélög (hf), samlagsfélög (slf), samvinnufélög og sjálfseignastofnanir í atvinnurekstri þurfa skv. lögum um ársreikninga 3/2006 að skila ársreikningum til Ársreikningaskrár hjá Skattinum.
Engar áhyggjur, með því að vera með þitt bókhald hjá okkur, þá vinnum við ársreikninginn fyrir þig og tryggjum það að ársreikningnum sé skilað til birtingar á réttu formi, á tilskyldum tíma.