Silja

Silja Dögg Ósvaldsdóttir

Framkvæmdarstjóri - viðskiptafræðingur

Góðhjartaða Silja veit allt um rekstur allra viðskiptavina Fastlands og er hjartað í rekstri okkar. Með yfir 30 ára reynslu af rekstri fyrirtækja, bókhaldi, uppgjörum og skattamálum. Silja talar um rekstur og fjármál á mannamáli þannig að þú skiljir hvað við getum gert fyrir þig og fáir sem mest út úr þínum rekstri.
silja@fastland.is

Hildur

Hildur Eva Valgeirsdóttir

Viðskiptastjóri - Viðskiptafræðingur með Macc. í reikningshaldi og endurskoðun. Viðurkenndur bókari og Próf í verðbréfaréttindum

Hildur er ofvirk og á það til að fylla dagskrána sína umfram tíma í sólarhringnum en það virðist ekki koma að sök. Hún er með ríka réttlætiskennd og lætur þig óhikað vita ef eitthvað má betur fara. Grefur sig ofan í þinn rekstur og aðstoðar við hagræðingu í rekstri félagsins. Hún sinnir ársreikningum og framtölum ásamt fjármálaráðgjöf.
hildur@fastland.is

Ásdís Clausen

Viðskiptastjóri - Viðskiptafræðingur með Macc. í reikningshaldi og endurskoðun

Skíðadrottningin og göngugarpurinn Ásdís er þaulvön öllum rekstri og hefur gríðarlega mikla þekkingu á bókhaldi og uppgjörum. Hún er nákvæm og réttsýn þegar kemur að regluverki skattamála og sinnir þínu félagi af alúð. Sinnir ársreikningum og framtölum og almennri rekstrarráðgjöf.
asdisclausen@fastland.is

Angela Ingibjörg Coppola

Deildastjóri launa - Viðskiptafræðingur

Töffarinn okkar og dugnaðarforkur. Hér færðu eftirfylgni og skipulag á öllu sem lítur að launum og útreikningi. Samviskusöm og útsjónarsöm á regluverki launamála og finnur bestu leiðina í gegn um skattafrumskóginn.
angela@fastland.is
laun@fastland.is

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Bókari - Viðskiptafræðingur

Húmoristinn okkar sem er alltaf til í sprell. Vön öllum hliðum bókhalds og með mikla reynslu. Snillingur í rafrænum ferlum og fljót að sjá hvað betur má fara í þínum rekstri. Sinnir einnig grunnvinnu í ársreikningagerð.
gudbjorg@fastland.is

Markus Hávarr Jónsson

Bókari – viðskiptafræðingur með mastersgráðu í fjármálum

Markús er eini gaurinn okkar og nýtur sín í allri athyglinni enda einstakur og ljúfur drengur. Hann lauk mastersnámi frá Hult Internation Business School í Cambridge MA og hefur því mikla þekkingu á fjármálum fyrirtækja og rekstrarumhverfi þeirra. Þó Markús sé hæglátur og láti lítið fyrir sér fara býr hann yfir mikilli þekkingu á lánaumhverfi fyrirtækja og fjármögnunarmöguleikum. Einnig er hann í námi í réttindum til verðbréfamiðlunar.
markus@fastland.is

Lára Björk Curtis

Bókari - Launavinnsla - Viðurkenndur bókari

Gleðisprengjan í skvísuhópnum. Hér erum við að tala um þema skipulag í hverjum mánuði og alltaf stuð í kringum hana. Heldur okkur hinum iðulega í góðu stuði. Flottur bókari sem sinnir þínum rekstri af alúð.
lara@fastland.is

Bára Jónsdóttir

Launafulltrúi

Ljúf, róleg, hress og kát. Hérna færðu allt fyrir peninginn. Áralöng reynsla af launaútreikningi og kjarasamningum.
bara@fastland.is

Helga Margrét Haraldsdóttir

Bókari - Bs í Fjármálaverkfræði

Helga er mikill íþróttagarpur og stuðbolti. Hún keppti lengi vel í frjálsum í þróttum með góðum árangri. Keppnisandinn nýtist henni vel í bókhaldinu þar sem hún vinnur hratt og vel og af mikilli nákvæmni. Hún er fyrsti starfsmaður okkar með próf í fjármálaverkfræði og er því lausnamiðuð og er sífellt að kenna okkur sem eldri erum nýja ferla og þægindi.
helgamargret@fastland.is

Lilja G. Torfadóttir

Skrifstofustjóri - Bókari - Reikningagerð

Skipulagsfrík og heldur aga á okkur hinum. Hún passar vel upp á þínar tekjur.
lilja@fastland.is

Silja Karen Lindudóttir

Bókari – sérverkefni – launavinnsla

Silja Karen er skipulagsfrík og passar því vel í sérverkefnin hjá okkur eins og að sjá um utan um hald á áreiðanleikakönnunum, þjónustusamningum, innri ferlum og aðstoð í launavinnslu. Hér er allt upp á punkt og prik og er Silja Karen mjög nákvæm í sínum verkefnum og gengur strax í þau. Hún er fljót að sjá hvað betur má fara í ferlum og finna lausnir til bóta. Silja Karen er mikil keppnismanneskja og stýrir Brennó hóp í Grafarvogi með góðum árangri.
siljakaren@fastland.is

Sigrún Linda Baldursdóttir

Bókari - Reikningargerð - Viðskiptafræðingur

Hógvær lítil skvísa sem hefur blómstrað hjá okkur. Er mjög fljót að læra og er iðinn bókari. Snillingur í afstemmingum og rafrænum ferlum. Fljót að tileinka sér nýjungar í vinnslu bókhalds og kennir okkur hinum. Hún sér líka til þess að hér sé fullt hús matar.
sigrunlinda@fastland.is

Hildur Agnarsdóttir

Uppgjörsdeild – Bókari – Viðurkenndur bókari

Hildur er mikill reynslubolti og kom til okkar frá Deloitte. Hildur þekkir allar hliðar fyrirtækjarekstrar enda sjálf verið í rekstri til margra ára. Hún rak bókhalds- og lögmannsstofu á árum áður en snéri sér síðan að sérhæfðari verkefnum innan stærri fyrirtækja og hefur því mikla þekkingu. Hér erum við með einstaklega ljúfa skvísu,
hildura@fastland.is

Úlfhildur Sigursveinsdóttir

Bókari - Viðurkenndurbókari

Ofvirka Úlla er snillingur og mikil gleðisprengja. Hefur mjög góða þekkingu á bókhaldi og rekstri og er klár í að hámarka nýtingu á tíma í bókhaldi og láta bókhaldið vinna fyrir þig.
ulfhildur@fastland.is

Eva Björk Jóhannesdóttir

Einkaþjálfari - Matráður / Le chef

Orkusprengjan Eva lætur okkur öllum líða vel og matreiðir fyrir okkur krásir á hverjum degi. Passar upp á að okkur líði vel í vinnunni og hér sé hreint og fínt.

Ingunn Bjarnason

Bókari - Viðskiptafræðingur

Hláturkassinn Ingunn er hress og kát skvísa sem sinnir öllum verkefnum af samviskusemi. Fljót að tileinka sér nýjungar í bókhaldi og vinnubrögðum. Gerir allt svo þú fáir sem mest út úr okkar vinnu.
ingunn@fastland.is

Guðríður Margrét Jóhannsdóttir

Bókari – viðurkenndur Bókari

Gurrý er hress og kát lítil skotta sem kemur úr ferðaþjónustu og veitingageira. Gurrý þekkir því líka til þess að vera hinum megin við borðið og veit hvað þarf til að allt gangi upp og þekkir hversu sveiflukenndur þannig rekstur er. Hún er skipulögð og útsjónarsöm enda rekur hún stórt heimili þó ung sé.
gurry@fastland.is

Ester María Gunnarsdóttir

Bókari – viðurkenndur Bókari

Ester er kamelljón og datt inn í hópinn hjá okkur og nánast eins og hún hafi alltaf verið hér. Ester hefur góða reynslu af bókhaldi og mjög öflug í rafrænum ferlum. Hún er á fullu að kenna okkur gömlu nýja siði og venjur sem við nýtum okkur til að efla þjónustu okkar í þína þágu. Hún er hress og kát með einstaklega góða nærveru og er gott að leita til hennar.
ester@fastland.is

Eydís Jansen

Bókari – bs í viðskiptafræði

Eydís er orkubolti og alltaf með nokkur verkefni í gangi. Hún hefur gaman af lífinu og er nýútskrifuð frá HR með bs próf. Hún fór í skiptinám til Texas í einn vetur og það er alveg smá kúreki í henni eftir það. Hress , kát og jákvæð með sterkar skoðanir á hlutunum og tekur verkefnin sín föstum tökum. Hennar einkunnarorð gætu hæglega verið “Ekkert mál” því það er sama hvaða verkefni hún fær hún leysir það.
eydis@fastland.is

Elín Sif Steinarsdóttir Röver

Bókari – bs í viðskiptafræði

Elín er metnaðarfull og mikill dugnaðarforkur. Hér er mjög víðtæk þekking á tækni- og tölvumálum ásamt rekstrar og reikningshaldi. Elín er mikill dýravinur og stofnaði samtök sem sinna umönnun dýra í neyð ásamt því að sjá um allt utan um hald. Hún var einnig sjálfstætt starfandi við að betrumbæta fyrirtæki og verkferla þeirra. Einnig hefur hún reynslu af stofnun fyrirtækja erlendis, óhrædd við að reyna nýja hluti og sækja sér nýja þekkingu.
elin@fastland.is