Laun og skilagreinar

Laun og skilagreinar

Ef þú greiðir laun ert þú launagreiðandi og þá þýðir það að þú ert með launþega í vinnu.
Launamálin eru eitt það mikilvægasta til að hafa á hreinu í rekstri. Ef þú greiðir góð laun, réttar greiðslur ávallt á réttum tíma og heldur rétt utan um vinnutíma starfsfólks þá uppskerðu það í góðum starfsanda á vinnustaðnum. Ef eitthvað klikkar í launaútreikningum og þú ert með allt í skrúfunni þegar kemur að því að borga launin, þá finnurðu fljótt fyrir breytingu á móralnum.

Laun hvers og eins starfsmanns eru persónuleg og við hjá Fastlandi gætum að sjálfsögðu fyllsta trúnaðar þegar kemur að launavinnslu og útreikningi launa.
Laun geta verið mánaðarlaun, tímalaun fyrir unnar stundir og það er mikilvægt fyrir launþega að þekkja réttindi sín. Fyrir launagreiðandann er mikilvægt að þekkja skyldur sínar, fara að lögum og reglum og standa skil á þeim opinberu gjöldum sem fylgja því að hafa starfsfólk á launaskrá.

Laun hvers og eins starfsmanns eru persónuleg og við hjá Fastlandi gætum að sjálfsögðu fyllsta trúnaðar þegar kemur að launavinnslu og útreikningi launa.

Launatengd gjöld

Launatengd gjöld eru sem dæmi iðgjald í verkalýðsfélag og lífeyrissjóð, algengast er að þau séu hlutfall af launum (%) og launagreiðandi dregur þau frá á launaseðlinum og stendur skil á þeim til viðkomandi aðila fyrir hönd launþegans.

Kostnaður launagreiðanda ofan á laun launþega eru 19,95%. Þá á eftir að taka tillit til orlofsréttar og veikindaréttar launþega og ef hann er aðili að stéttarfélagi á hann einnig rétt á orlofsuppbót og desemberuppbót.

Laun

Hjá Fastlandi sjáum við um launavinnslu og launagreiðslur. Við sjáum til þess að starfsfólkið þitt fær:

  • Rétt útreiknuð laun
  • Launagreiðslur á réttum tíma
  • Viðhaldið réttindum hjá verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum

Staðgreiðsla skatta

Í núgildandi umhverfi, frá janúar 2024,  eru þrjú tekjuskattsþrep fyrir launþega:

  • Lægsta þrepið er 31,48% fyrir laun að 446.136 kr.
  • Miðþrep er 37,98% og er fyrir laun frá 446.137 til 1.252.501 kr.
  • Hæsta þrepið er svo 46,28% og leggst á laun umfram 1.252.501 kr.

Persónuafsláttur á mánuði, frá janúar 2024, er 64.926 eða 779.112 kr. fyrir árið 2024

Við útreikning launa starfsmanna þarf að taka tillit til þess að greiðslur í lífeyrissjóð hafa áhrif á skattstofn launa, þar sem framlag launþega er undanþegið tekjuskatti..

Skilagreinar

Algengast er að skilagreinum sé skilað rafrænt til stéttarfélaga og lífeyrissjóða og þá beint úr launakerfum launagreiðanda.
Hjá Fastlandi búum við yfir uppsafnaðri þekkingu og þrautþjálfuðum vinnubrögðum sem tryggja að allar skilagreinar komast tímanlega til skila.

Hvað fæ ég að launum?

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband
eða smelltu á hnappinn til að hafa samband og við komumst að því hvað við getum gert fyrir þig.