Endurskoðun

Fastland hefur hafið samstarf við Birtu endurskoðun slf og bíður því nú upp á fulla endurskoðun fyrir þau fyrirtæki sem þess óska eða þurfa.

Sturla Jónsson er löggiltur endurskoðandi og hefur áralanga reynslu af endurskoðun og uppgjörum fyrirtækja. Hann hefur starfað með Fastlandi undanfarin ár en í sumar flutti hann starfsemi sína til okkar sem gerir alla ferla styttri og þægilegri.

Ef þitt félag þarf endurskoðun eða ef þú tekur þátt í útboði eða rammasamning hjá opinberum aðilum þá færð þú alla þá þjónustu sem til þarf hér hjá okkur.

Sturla Jónsson – Endurskoðandi
  • Sturla kláraði viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1977.
  • Stundaði framhaldsnám í reikningshaldi og skattarétti við Handelshøjskolen i København 1978 – 1981 og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 1984.
  • Sturla starfaði hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns Steffensen & Ara Ó. Thorlacius 1976-1977 og hjá Skattrannsóknarstjóra 1977-1978.
  • Hann starfaði hjá Centralanstalten for Revision í Danmörku 1979-1981, samstarfsaðila Arthur Young.
  • Starfaði há Endurskoðunarmiðstöð N.Mancher hf 1981-1985, samstarfsaðila Coopers & Lybrand.
  • Hann starfaði hjá og var einn eigenda Endurskoðunar og reikningsskila hf frá 1985 – 2020 í samstarfi við Arthur Young sem síðar varð Ernst & Young frá 1987 – 1991 og svo Inpact International Ltd frá 1998 – 2020.
  •  Sat í endurskoðunarnefnd FLE um árabil og sat einnig í stjórn FLE um tíma.
  • Sturla er nú einn af eigendum Birtu endurskoðunar slf. sem er í samstarfi við Fastland ehf.

Vantar þig endurskoðun?

Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband.