Reikningagerð
Við hjá Fastlandi getum séð um reikningagerð fyrir þig, eða þú heldur áfram að gefa út þína eigin reikninga, allt eftir því hvað þér hentar.
Við erum með réttu tólin til að sjá um reikningana fyrir þig. Hvernig haldið er utan um tímaskráningar, hvað eru tímar sem hægt er að senda reikninga fyrir og hvernig þú getur auðveldlega haft yfirsýn yfir stöðu mála. Allt þetta eru atriði sem við aðstoðum þig við, með ánægju og af alúð.
Með samvinnu byggjum við upp þekkingu á þínum rekstri.
Útgáfa reikninga og innheimta
Til þess að þú fáir greitt frá þínum viðskiptavinum er grundvallaratriði að senda þeim reikning fyrir þeirri vöru eða þjónustu sem þú hefur veitt þeim. Fyrir þinn rekstur er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir viðskiptavinina, hverjum er búið að senda hvaða reikning, hvaða reikningar eru greiddir og hvort einhverjir útistandandi reikningar séu ógreiddir.
Fyrsta skrefið er samt alltaf reikningagerðin. Þú gerir kannski föst tilboð eða heldur utan um unna tíma fyrir verkefnin og það eru ýmis tæki og tól fáanleg til að auðvelda þér það utanumhald. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í eigin rekstri, félagasamtök eða fyrirtæki og stofnanir þá getur þú verið viss um að við getum aðstoðað þig við reikningagerð af því umfangi sem þinn rekstur er.
Ert þú ein/n af þeim sem klórar sér í höfðinu og þarft að setja þig í stellingar þegar kemur að því í hverjum mánuði að senda út reikningana? Þetta þarf alls ekki að vera svona. Hjá Fastlandi erum við með þér í þessu, með samvinnu byggjum við upp þekkingu á þínum rekstri og þannig eigum við auðveldara að vera þér innan handar við reikningagerðina.
Í reikningagerðinni aðstoðum við þig meðal annars með:
- Yfirsýn
- Rétt virðisaukaskattsþrep
- Afslætti
- Útgáfu reikninga
- Stofnun krafna í netbanka
- Innheimtu
Reikningagerð fyrir þig?
Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband og við skoðum reikningagerðina með þér.