Skattframtöl
Á hverju ári er lögaðilum skilt að skila skattframtali og er það forsenda fyrir álagningu ýmissa opinberra gjalda. Með þessu móti öxlum við sameiginlega ábyrgð og greiðum í sameiginlega sjóði. Þetta er samfélagsleg ábyrgð í upprunalegri mynd.
Skattar og gjöld eru af margvíslegum toga, tekjuskattur og útsvar, fjármagnstekjuskattur, virðisaukaskattur, auðlegðarskattur, bifreiðagjald og enginn sleppur við útvarpsgjaldið. Fyrir þá sem eru að hefja rekstur getur skattalagaumhverfið virkað eins og frumskógur og þá er gott að geta leitað til reynslumikils starfsfólks í Fastlandi. Við setjum okkur í hlutverk leiðsögumanns og finnum bestu leiðina fyrir þig í gegnum frumskóginn.
Það er tvennt í lífinu sem er óumflýjanlegt: skatturinn og dauðinn. Við hjá Fastland getum hjálpað þér með skattinn.
Skattframtal
Fyrir þá lögaðila sem standa fyrir atvinnurekstri er mikilvægt að skila skattframtali, ekki hvað síst ef þú ert líka launagreiðandi.
Við vinnum framtalsgerðina fyrir þig, þú þarft bara að sjá til þess að koma til okkar framtalsgögnum.
Ef þú vilt það frekar, þá getum við líka séð um að sækja gögnin til þín, allt eftir þínum óskum. Við hjá Fastlandi skilum núorðið öllum skattframtölum rafrænt.
Persónuframtal
Við gerum einnig skattframtal fyrir einstaklinga, hjón og sambúðaraðila.
Fyrir venjulegt fólk er ekkert spennandi að þurfa að skila skattframtali, svo láttu okkur um það. Það er hér sem áratugareynsla starfsfólksins okkar nýtist þér fyrir allan peninginn.
Skattframtal dánarbús
Ertu að skila skattframtali fyrir dánarbú? Ekkert mál, við erum öllu vön þegar kemur að því að skila skattframtali fyrir dánarbú og gera erfðafjárskýrslu.
Dánarbú er lögaðili sem tekur við eignum og skuldum hins látna þegar skattskyldu einstaklings lýkur. Þú getur treyst því að við hjá Fastlandi berum virðingu fyrir störfum okkar af þessum toga.
Skattframtal fyrir þig og þína?
Hringdu í síma 511-7005 sendu okkur línu á fastland@fastland.is eða smelltu á hnappinn til að hafa samband og við tökumst á við þetta saman.